Um fyrirtækið

NeckCare er hátæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á búnaði til greininga á hálssköðum. 

Verkir á hálsi eru meðal algengustu stoðkerfisverkjum sem einstaklingar glíma við og ein helsta ástæða þess að fólk sækir þjónustu til sjúkraþjálfara.

Hálsskaði er m.a. algengur fylgikvilli umferðaslysa og því til viðbótar er að vaxa úr grasi kynslóð sem grúfir sig yfir snjalltæki s.s. síma og spjaldtölvur og líkamsstaðan því oft á tíðum slæm. Þörfin fyrir hlutlæga aðstoð við greiningu hálsverkja er sívaxandi og alþjóðleg og vex hratt með ári hverju.

Hálsverkir geta einnig valdið öðrum eymslum og óþægindum sem skerða lífsgæði fólks enn frekar. Fram til þessa hefur verið erfitt að greina orsakir hálsverkja, þ.a.l. hefur meðhöndlunin ekki verið nægilega hnitmiðuð.  Tækni NeckCare auðveldar bæði greininguna og styður við endurhæfinguna.

NeckCare styður því fagaðila á heilbrigðissviði að framkvæma hlutlægar greiningar og styðja þannig við árangursríka endurhæfingu sjúklinga.