Hálsgreining

NeckCare beitir byltingarkenndri tækni sinni til þess að mæla heilbrigði hálsins.

Niðurstöðurnar eru teknar saman í hlutlægri skýrslu þar sem vandinn er greindur og vísindalegur grunnur lagður að endurhæfingunni.

Markmiðið með greiningunni er að birta skýra mynd af ástandi hálsins og hvar hugsanlegir áverkar, streita eða álagseinkenni gætu legið.

Sérfræðingar veita faglega ráðgjöf um skref í átt bata, hvort sem það eru heimaæfingar, tími hjá sjúkraþjálfara og/eða önnur úrræði.