HÁLSGREINING OG RÁÐGJÖF

Hálsgreining

NeckCare notar nýjustu tækni til að greina og meta hálsáverka. Við mælum m.a. hreyfigetu hálsins me hlutlægum aðferðum vísindanna, greinum vandann og styðjum þig svo í að taka næstu skref í átt að bata.

Hvað segja viðskiptavinirnir?

Umsagnir

„Með hjálp hlutlægrar greiningar NeckCare tækninnar fékk ég að sjá í fyrsta skipti hvað það væri í raun sem hrjáði mig og það eitt var mér mikill léttir. Greiningin auðveldaði mér svo að fá rétta rétta endurhæfingarráðgjöf svo ég gæti losnað við verkina“.

Íris, sem glímt hefur við hálsverk síðan 2017.

Tímapantanir

Bókaðu tíma hjá NeckCare í síma 510 6500 eða með því að smella hér.

NeckCare er að finna í húsnæði Heilsuverndar
að Urðarhvarfi 14, (3. hæð), 203 Kópavogi

Um Neckcare

NeckCare er fyrirtæki í heilbrigðistækni sem sérhæfir sig í þróun búnaðar til hlutlægra greininga og endurhæfingar á hálsi. Í nútíma samfélagi eru hálsverkir með algengustu stoðkerfisverkjum sem einstaklingar glíma við og ein helsta ástæða þess að fólk sækir þjónustu til sjúkraþjálfara.